top of page

ÁHRIF BÍLA Á SAMFÉLAGIÐ

Bílar höfðu mikil áhrif á samfélagið meðal annars vegna þess að það var auðveldara að flytja varning og hægt að komast á milli staða miklu hraðar en fyrr. Samgöngur urðu miklu auðveldari með tilkomu bílsins þar sem ferðalag milli staða tók mun skemmri tíma en áður. Nokkrar brýr voru byggðar stuttu eftir komu bílsins í þeim tilgangi að koma bílum yfir árnar og auðveldaði það samgöngur til muna sama hvaða ferðamáta átt er við, hvort sem menn voru fótgangandi, á hesti eða á bílum.  Fyrsta brúin sem gerð var, hér á landi, úr varanlegu efni var byggð 1891, það var Ölfusárbrú. Lélegar samgöngur hömluðu framvindu atvinnuvega á Íslandi og þess vegna var ákveðið að kaupa bíla til landsins. Eftir komu bílsins þá blómstruðu nýir atvinnuvegir á Íslandi svo sem bílstjórar og flutningsfyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.

En með komu bílsins kom meiri mengun sem er ekki umhverfisvæn fyrir jörðina og hækkar líkurnar á hlýnun jarðar, enn menn voru ekki að hugsa um hlýnun jarðar á þessum tíma.

 

 

bottom of page