top of page

Thomsenbíllinn

Fyrsti bíllinn kom til Íslands 20. júni árið 1904. Það var Thomsen-bíllinn. Til að fá bílinn hingað til lands veitti Alþingi Ditlev Thomsen stórkaupmanni 2000 króna styrk fyrir kaupum bílsins. Hann hélt þá út til Kaupmannahafnar og keypti notaðan bíl. Bíllinn var fluttur til Íslands með gufuskipinu Kong Trygve. Bíllinn var af gerðinni Cudell, líklegasta árgerð er 1901. Þetta var fjögurra sæta fólksbíll sem var hægt að draga blæju yfir. Árið 1908 var bíllinn sendur aftur heim til Danmerkur eftir að hafa staðið ónotaður í þrjú ár. Ditlev réð Þorkel Clementz sem sótti átta daga námskeið í Danmörku fyrir komu Thomsensbílsins hingað til lands. Þess má geta að í dag þarf af fara í a.m.k. 10 tíma hjá ökukennara, vera með æfingaleyfi í eitt ár, fara í gegnum þrjá ökuskóla og heildarkostnaður allt að 200-250 þúsund kr. Þorkell Clementz var fyrsti bílstjórinn á Íslandi.

bottom of page